Samtök kvenna af erlendum uppruna

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa starfað í níu ár. Okkur er mjög vel tekið allsstaðar í samfélaginu og það er greinilega mikil þörf fyrir samtök sem taka virkan þátt í umræðunni um innflytjendamál og mannréttindi.
Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem sest hafa að á Íslandi. Okkur í sitjandi stjórn Samtaka finnst mikilvægt að allar erlendar konur sem hafa áhuga á að deila þekkingu sinni og hæfileikum í þágu Samtakanna gefi kost á sér til að setjast í stjórn þeirra eða taka á annan hátt þátt í starfseminni.
Aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn, 22. nóvember 2012 kl. 20:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Við hvetjum allar konur af erlendum uppruna að mæta á fundinn.
Við biðjum allar konur sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn Samtaka að senda okkur eftirfarandi upplýsingar um sig:
* nafn
* heimilisfang
* netfang
* símanúmer
* lýsingu á reynslu ykkar og því sem þið viljið ná fram fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna
Sendið fyrir 19. nóvember á womeniniceland@womeniniceland.is.
Með kveðju,
Stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.