Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgarétt

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt hefjast hjá

Námsmatsstofnun 31. maí næstkomandi fyrir þá sem hafa skráð sig í próf fyrir

10. maí. Þeir sem skrá sig eftir þann tíma eiga kost á

því að taka próf í desember 2010. Prófin verða haldin

í Reykjavík og utan höfuðborgarsvæðisins ef næg þátttaka fæst.

Skráning í prófin hefst 1. mars nk. og fer hún fram með rafrænum hætti á vef

Námsmatsstofnunar, www.namsmat.is. Þar er einnig að finna nánari

upplýsingar um hvar prófin fara fram, sýnishorn af verkefnum og prófkröfur. Einnig

eru veittar upplýsingar í síma 550 2400.

Gjald fyrir þátttöku í prófi er 7.000 krónur.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 10. febrúar 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband