22.4.2011 | 11:45
Páskaeggjaleit
Nú er að fara af stað 4. árið í röð Páskaeggja ratleikur Félags nýja Íslendinga (Society of New Icelanders) og verður það sem fyrr í skóræktinni á Akranesi.
Við vonumst til þess að sem flestar fjölskyldur sjái sér fært að mætta :)
Leikurinn gengur út á það að börninn finna sem flest lituð pappaegg og skila þeim inn og fá súkkulaðiegg í staðinn.
Svo er stærri vinningur fyrir þá sem finna sérstaklega merkt egg
og að leik loknum fá allir þátttakendur pylsu og drykk
í fyrra komu um 83 börn og vonumst við eftir mun fleirum í ár.
Þátttökugjald er 500 kr fyrir börn sem taka þátt
og 300 kr fyrir fullorna sem vilja fá pylsu og drykk
börnum er skipt í hópa
Leikskólabörn byrja kl 14
1 til 4 bekkur byrjar kl 14.15
5 til 10 bekkur byrjar kl 14.30
Ef þú eða barnið þitt er með ofnæmi fyrir venjulegum pylsum
vinsamlega látið okkur vita þá munum við kaupa soya eða kjúklinga pylsur
sjáumst sem flest í skóræktinni á Akranesi og gerum okkur glaðan dag með börnunum okkar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.