Útivistardagur Borgarbyggðar 7. júní.

Útivistardagur Borgarbyggðar 7. júní. Morgunverður í Skallgrímsgarði. Sveitarfélagið Borgarbyggð býður alla velkomna til morgunverðar í garðinum milli kl. 10 – 12.   

 

Slökkvilið Borgarbyggðar kynnir starfsemi sína.Opið hús í Reykholti kl. 13:00 – 15:00. Sýning á aðstöðunni í Reykholti. Opið hús í Borgarnesi kl. 15:00 – 18:00. Eldvarnarmiðstöðin afhendir Borgarbyggð formlega nýjan slökkviliðsbíl.     

 

Kynning á útivistarsvæðum.Fólkvangurinn Einkunnir 13:00 – 17:30. Gengið um svæðið undir leiðsögn tveggja nefndarmanna umsjónarnefndar Einkunna, þeim Finni Torfa Hjörleifssyni og Hilmari Má Arasyni Farið er af stað frá bílastæði í Einkunnum13:45Fólki er bent á að vera vel skóað.  Rúta kemur til með að ganga milli hesthúsahverfisins og Einkunna. Fyrsta ferð frá hesthúsahverfisnu er kl. 13:00 og síðasta ferð frá Einkunnum kl. 17:30.  Nýjum bæklingi um Einkunnir verður dreift í rútunni.  Afhjúpun 10. landnámsvörðunnar í Vörðuverkefninu.Gengið að vörðunni. Gangan hefst kl. 13:45. Opið hús hjá skátunum við Flugu frá kl. 14:00 – 17:30.Opið grill verður hjá skátunum frá 15:00 – 17:30. Stangveiðifélag Borgarness býður upp á kastnámskeið við Álatjörn. Stendur frá 14:00 – 17:00. Hestamannafélagið Skuggi býður börnum á hestbak. Teymt verður undir börnum við hesthúsahverfi Skugga kl. 14:00 – 16:00.   Skógurinn í Reykholti 13:00 – 17:00. Niðjar Einars Pálssonar afhenda formlega Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og Prestsetrinu í Reykholti deiliskipulag útivistarsvæðisins í Reykholti  og felur þeim umsjón svæðisins kl. 13:00 Gengið um svæðið undir leiðsögn Geirs Waage sóknarprests í Reykholti. Farið af stað frá kirkjunni kl. 14:00. Grillað í Konungslundi frá kl. 15:30.   

 

Menningarviðburðir: Börn í hundrað ár Sýningin „Börn í hundrað ár“ opnar kl. 13:00 í Safnahúsi Borgarfjarðar við Bjarnarbraut í Borgarnesi. Opið í sumar alla daga frá 13-18.  Ljósmyndasýning Opnun ljósmyndasýningar Birtu Ránar Björgvinsdóttur í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 15.00. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband