7.11.2008 | 16:13
Þjóðahátíð
Þjóðahátíð verður haldin í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á morgun, laugardaginn 8. nóvember 2008 kl. 14:00 -19:00.
Hátíðin er samstarfsverkefni Rauða krossins á Akranesi og Félags nýrra Íslendinga á Vesturlandi (SONI) og er styrkt af Menningarráði Vesturlands.
Á þjóðahátíð gefst Skagamönnum frá öllum heimshornum (og öllum sem áhuga hafa) á að fá innsýn í hefðir og siði fólks af ólíku þjóðerni. Á boðstólum verða ýmsar skemmtilegar upplýsingar, matarsýnishorn, skemmtiatriði, dans og söngur frá þeim löndum sem kynnt verða.
Allir velkomnir - Fjölmennum og fögnum saman tækifærunum sem í felast í fjölmenningarsamfélaginu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.