Margmenning

1.gr. Félagið Félagið heitir Margmenning og er félag áhugafólks um margmenningu. 

2. gr. Leiðarljós Félagið hefur að leiðarljósi grundvallaratriði Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda er eigi verða af honum tekin. 

3. gr. Aðsetur Heimili félagsins og varnarþing er í Borgarbyggð. 

4. gr. Markmið Markmið félagins er: a)  að auðvelda tengsl erlendra íbúa og annarra í Borgarbyggð b) að auðvelda erlendum íbúum aðgengi að upplýsingum um samfélagið, réttindi og skyldur c) vinna að auknum skilningi og virðingu fyrir ólíkri menningu og stuðla að umburðarlyndi og fordómaleysi manna á meðal d) að stuðla að því að allir fái notið hæfileika sinna til heilla fyrir sig og samfélagið 

5. gr. Stofnfélagar  Stofnfélagar eru Guðrún Vala Elísdóttir og Ása S. Harðardóttir

6. gr.Félagsaðild, skyldur og réttindi félaga Félagi getur hver sá orðið sem þess óskar, vill taka þátt í starfi félagsins og vinna að markmiðum þess.  Þeir sem vilja vera í félaginu gefi sig fram við stjórn.   

7. gr. AðalfundurAðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins og ræður þar einfaldur meirihluti.  Á aðalfundi hefur hver einstaklingur eitt atkvæði. Til að breyta lögum þarf þó 2/3 hluta greiddra atkvæða. Falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti. Aðalfundur kýs árlega fimm menn í stjórn félagsins og tvo til vara. Aðalfundur félagsins skal haldinn árlega, í mars. Til fundarins skal boðað með a.m.k. viku fyrirvara.   

8. gr. Stjórn félagsins a) Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum og tveim til vara, og skal leitast við að hún endurspegli fjölbreytni félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum. b)    Formaður kveður til stjórnarfunda og stýrir þeim. Formaður skal boða til stjórnarfundar hvenær sem hann telur þess þörf og að kröfu þriggja stjórnarmanna. Halda skal gerðarbók um það sem gerist á stjórnarfundum. c) Stjórnarfundur er því aðeins lögmætur að meirihluti stjórnarmanna sæki hann. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum á stjórnarfundi. d)     Stjórn félagsins framkvæmir stefnu aðalfundar, stýrir málefnum félagsins milli aðalfunda, vinnur að eflingu þess og gætir hagsmuna félagsins í hvívetna. e)    Stjórn setur reglur um fjárreiður og meðferð fjármuna. Fjárhagsár þess miðast við 1. janúar. Stjórnin gerir reikning fyrir félagið sem endurskoðaður er og áritaður af kjörnum endurskoðendum. Stjórn félagsins hefur umráðarétt yfir öllum eigum félagsins, hefur umsjón með rekstri þeirra og varðveislu.  f) Verði félagið lagt niður skulu eignir þess ganga til Rauða kross Íslands, Borgarfjarðardeildar.

 

9. gr. Félagsmönnum býðst að styrkja félagið fjárhagslega, s.s. með opnum gíróseðlum, en ekki er um ágjald að ræða.  Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 22. janúar 2007  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband