Ráðstefna og þjóðahátíð

Helgina of 4. og 5. nóvember n.k verður haldin á Akranesi ráðstefna eða málþing um kosti og áskoranir fjölmenningarsamfélaga. Laugardaginn 5. nóvember fer jafnframt fram árleg Þjóðahátíð á Akranesi og myndi ráðstefnunni ljúka með heimsókn gesta (sem það vilja) þangað. Í vikunni þar á undan er árleg menningarhátíð á Akranesi og þemað í ár er fjölmenning. Þjóðahátíðin er stór viðburður, á síðasta ári kynntu fulltrúar meira en 25 landa menningu sína í mat, drykk, dansi söng og svo framvegis, um hundrað sjálfboðaliðar ef erlendum uppruna komu að skipulagningu og að minnsta kosti 500 gestir tóku þátt í húllumhæinu með okkur.
Dagskrá ráðstefnunnar er ekki tilbúin en unnið út frá þessari hugmynd:
Fyrri dagurinn fjallaði um umgjörðina og sá síðari um áskoranir/verkefni í sveitarfélagi – í nærsamfélagi innflytjenda. Hugmyndin er þá að reyna að tengja saman stefnur og framkvæmd, ríki, sveitarfélög og þriðja geirann, innflytjendur og innfædda og svo framvegis í einlægri samræðu um hvernig við getum best unnið þetta verkefni saman með sem bestum árangri. Fjölmenning er frábær – ef vel er að málum staðið!
Nú eru margir á því að úilokað sé að fá fólk til þess að mæta á svona uppákomur. Frekar en lúffa fyrir því viljum við snúa vörn í sókn og reyna að tengja saman sem allra, allra, allra flesta sem hafa áhuga á þessu máli, búa til góða dagskrá og keyra upp stemningu fyrir því að taka þátt og sækja ráðstefnuna. Við höfum sérstakan áhuga á því að fá sem flesta innflytjendur með – því leita ég til ykkar og bið ykkur að hjálpa mér við að komast í samband við sem flesta.
Þriðjudaginn 27. september klukkan 20.00 verður haldinn fundur í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði, Strandgötu 24 og okkur þætti óendanlega vænt um ef þið vilduð koma á þann fund, deila með okkur hugmyndum og velta því fyrir ykkur að taka þátt í málþinginu/ráðstefnunni með okkur. Bjóðið endilega með ykkur ÖLLUM sem ykkur dettur í hug að gætu haft áhuga á því að vera með.

Með frábærri kveðju - og von um að sjá ykkur ÖLL,
Anna Lára, Shyamali og Krystyna – Rauða krossinum á Akranesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband