Listahátíð nýrra Íslendinga

Sæl verið þið
Hugmyndin er að við í Átthagastofu Snæfellsbæjar í samstarfi við Félag Nýrra Íslendinga setjum upp sýningu á Vesturlandi (Akranes/Snæfellsbær) með hópi nýrra Íslendinga, þar sem þeir fá tækifæri til að kynna list sína og þeim er gefinn vettvangur til að sýna það sem leynist inni í hæfileikaskápnum. Undir list felst ljósmyndir, málverk, skúlptúrar, handverk og fleira. Auk þess yrðu skipulagðir opnunartónleikar í bæði skiptin, á Akranesi og í Snæfellsbæ, þar sem tónlistarmenn af erlendum uppruna kæmu fram, með hljóðfæraleik eða sem söngatriði, dansarar eða annað.

Óskað er eftir þátttöku og ábendingum um listamenn og tónlistarmenn af erlendum uppruna á Snæfellsnesi – hafið samband sem fyrst við Barböru í síma 8622998 eða sendið línu á barbara@snb.is

Opnunartónleikarnir í Snæfellsbæ verða væntanlega þann 28. apríl, laugardag, kl 16.00 og stendur sýningin til 11. maí 2012.
fyrir hönd Átthagastofu Snæfellsbæjar

Barbara Fleckinger


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.